6.9.2006

Heimsókn varaformanns stjórnarnefndar kínverska þingsins til Íslands 7. september 2006

Varaformaður stjórnarnefndar kínverska þingsins, Cheng Siwei, er í heimsókn á Íslandi ásamt átta manna sendinefnd. Cheng Siwei mun eiga fund með Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, í Alþingishúsinu kl. 11 fimmtudaginn 7. september.