9.10.2006

Heimsókn vináttuhóps úr efri deild franska þingsins til Alþingis

Vináttuhópur úr efri deild franska þingsins heimsækir Alþingi í dag kl. 12. Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, tekur á móti hópnum.
 
Hópurinn hefur verið í ferðum innan lands í nokkra daga og mun eiga ýmsa fundi í dag með þingmönnum. Í vináttuhópnum eru þingmennirnir Yves Pozzo Di Borgo, frá París, Pierre Martin, frá Somme, og Monique Papon, frá Loire-Atlantique, ásamt Pierre-Henri Godshian, starfsmanni sendinefndar.

Fulltrúum fjölmiðla er velkomið að vera viðstaddir heimsóknina.