31.10.2006

Fundir forsætisnefndar Vestnorræna ráðsins í Kaupmannahöfn

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins fundar með forsætisnefnd Norðurlandaráðs og fagráðherrum vestnorrænu landanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 31. október til 2. nóvember. Á fundunum verður m.a. rætt um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, samstarf landanna á sviði ferðamála og gerður verður nýr samstarfssamningur Vestnorræna ráðsins og Norðurlandaráðs. Hjálmar Árnason sækir fundina fyrir hönd Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.