31.10.2006

Norðurlandaráðsþing er haldið í Kaupmannahöfn dagana 31. október til 2. nóvember

Fjölmörg mikilvæg pólitísk málefni verða tekin til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs sem haldið er í Kaupmannahöfn 31. október til 2. nóvember. Rætt verður um samkeppnisstöðu Norðurlanda á tímum hnattvæðingar, jafnvægið á milli velferðarríkisins og markaðshyggju, stöðu sjálfstjórnarsvæðanna í norrænu samstarfi og friðsamlega sambúð ólíkra trúarbragða og menningarheima. Af hálfu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja þingið þau Sigríður A. Þórðardóttir formaður, Jón Kristjánsson varaformaður, Rannveig Guðmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Guðmundur Hallvarðsson.