31.10.2006

Forseti Alþingis sækir þing Norðurlandaráðs

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sækir þing Norðurlandaráðs, sem haldið er í Kaupmannahöfn dagana 31. október til 2. nóvember, ásamt öðrum forsetum norrænna þjóðþinga. Í tengslum við þingið mun forseti sitja fund þingforseta og fund þeirra með forsætisnefnd Norðurlandaráðs.