14.11.2006

Ársfundur NATO-þingsins 13.-17. nóvember

NATO-þingið kemur saman til ársfundar í Quebec í Kanada dagana 13.-17. nóvember. Þar verða tekin til umræðu málefni sem eru efst á baugi innan Atlantshafsbandalagsins eins og yfirstandandi aðgerðir NATO í Afganistan, áskoranir varðandi frekari stækkun bandalagsins og umbreyting á herafla þess til að mæta nýjum ógnum í breyttu öryggisumhverfi. Af hálfu Íslandsdeildar NATO-þingsins sækja ársfundinn þau Össur Skarphéðinsson, formaður Íslandsdeildarinnar, Dagný Jónsdóttir og Kjartan Ólafsson.