16.11.2006

Þingmannanefnd EFTA fundar um evrópska fríverslun í hnattrænum heimi

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA sækir ráðstefnu þingmanna- og ráðgjafanefndar samtakanna um evrópska fríverslun í hnattrænum heimi í Genf 16. og 17. nóvember. Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Íslandsdeildarinnar, Bjarni Benediktsson, Lúðvík Bergvinsson og Jón Gunnarsson sækja ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis.