21.11.2006

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál 22. nóvember

Þingmannanefnd um norðurskautsmál fundar í Ósló 22. nóvember. Þar verður meðal annars rætt um alþjóðaár heimskautasvæðanna auk þess sem utanríkisráðherra Noregs kynnir áherslur Norðmanna í formennskutíð þeirra í Norðurskautsráðinu. Guðjón Ólafur Jónsson sækir fundinn fyrir hönd Alþingis.