22.4.2007

Aprílfundir Norðurlandaráðs 23.-25. apríl 2007

Aprílfundir Norðurlandaráðs verða í Kaupmannahöfn dagana 23.-25. apríl. Samhliða fundum málefnanefnda verður sameiginlegur fundur um sóknarfæri Norðurlanda í alþjóðlegri samkeppni. Þá standa einstakar nefndir fyrir málþingum um afþreyingariðnað, ungmennahúsið á Norðurbrú og ofbeldi tengt hugmyndum um fjölskylduheiður. Af hálfu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja fundina Jón Kristjánsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir.
Jón Kristjánsson stýrir fundi velferðarnefndar, Drífa Hjartardóttir fundi efnahags- og viðskiptanefndar og Ásta R. Jóhannesdóttir fundi upplýsingahóps forsætisnefndar.