30.4.2007

116. þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Indónesíu 29. apríl - 4. maí 2007.

116. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) fer fram í Indónesíu dagana 29. apríl - 4. maí 2007. Fundinn sækja alþingismennirnir Hjálmar Árnason, varaformaður Íslandsdeildar IPU sem er formaður sendinefndarinnar, Jón Gunnarsson og Drífa Hjartardóttir.
Helstu mál þingsins verða friðsamleg sambúð ólíkra trúarbragða, atvinnusköpun og atvinnuöryggi í hnattvæddum heimi, að stuðla að fjölbreytni og jafnrétti með sameiginlegum lýðræðis- og kosningastöðlum. Enn fremur fer fram almenn umræða um hlýnun jarðar; ástandið tíu árum eftir samþykkt Kyoto-sáttmálans.