8.5.2007

Vestnorrænir þingforsetar funda í Reykjavík 9.-10. maí

Árlegur fundur vestnorrænna þingforseta verður haldinn í Reykjavík 9.-10. maí 2007. Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, stýrir fundinum sem forseti færeyska lögþingsins, Edmund Joensen, og forseti grænlenska landsþingsins, Jonathan Motzfeldt, sækja ásamt skrifstofustjórum þinganna.

Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru öryggismál í Norðurhöfum, vestnorrænt samstarf í samgöngu- og ferðamálum og starfsemi þinganna og Vestnorræna ráðsins. Edmund og Jonathan munu jafnframt gera grein fyrir viðræðum um stöðu Færeyja og Grænlands í ríkjasambandi við Danmörku.

Fjölmiðlum gefst tækifæri til myndatöku að loknum fundi 10. maí kl. 12.00 í Alþingishúsinu.