31.5.2007

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál verður haldinn föstudaginn 1. júní á Hótel Nordica í Reykjavík. Öryggismál hafsins í ljósi aukinnar skipaumferðar á norðurslóðum er eitt meginefna fundarins. Þórir Ibsen, skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og fastafulltrúi Íslands hjá Norðurskautsráðinu, mun flytja erindi um öryggi hafsins frá sjónarhorni Íslands. Fundinn sækir formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál, Sigurður Kári Kristjánsson.