20.8.2007

Ársfundur Vestnorræna ráðsins 20.-24. ágúst 2007

Ársfundur Vestnorræna ráðsins fer fram í Nuuk á Grænlandi dagana 20.-24. ágúst 2007. Landsdeildir Vestnorræna ráðsins, skipaðar þingmönnum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, sækja fundinn auk gesta. Fyrir hönd Íslandsdeildar fara Karl V. Matthíasson, formaður, Árni Johnsen, varaformaður, Guðbjartur Hannesson, Guðjón A. Kristjánsson og Valgerður Sverrisdóttir. Meðal efnis á fundinum verða björgunar- og öryggismál, rannsóknir á fiskstofnum, jafnréttismál og aukin samvinna milli Vestnorræna ráðsins og stofnana Evrópusambandsins um norðurskautsmál.