29.9.2007

Haustfundur ÖSE-þingsins 29. september til 1. október 2007

Haustfundur þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fer fram dagana 29. september til 1. október í Portoroz í Slóveníu. Haustfundurinn felst í tveimur málþingum og stjórnarnefndarfundi. Fyrra málþingið mun fjalla um hlutverk þingmanna í því að stuðla að samvinnu í Suðaustur-Evrópu um frið og öryggi. Á hinu síðara verður fjallað um málefni landa við Miðjarðarhaf. 
Pétur H. Blöndal, varaformaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins, sækir fundinn. Mun hann leggja fram skýrslu um heimsókn sína til starfsstöðvar ÖSE í Albaníu sem hann fór í sem sérlegur eftirlitsfulltrúi ÖSE-þingsins með fjármálum ÖSE-stofnunarinnar.