5.10.2007

53. ársfundur NATO þingsins haldinn í Reykjavík 5.-9. október 2007

NATO þingið heldur 53. ársfund sinn í Reykjavík 5.-9. október 2007. Um 700 manns sækja fundinn þar af 340 þingmenn. Þetta er í fyrsta skipti sem ársfundur NATO þingsins er haldinn hér á landi og er hann stærsti fundur alþjóðlegra þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að. Alls sækja fundinn sendinefndir frá 48 ríkjum.
Íslandsdeild NATO þingsins skipa: Ragnheiður Elín Árnadóttir formaður, Ásta R. Jóhannesdóttir varaformaður og Magnús Stefánsson.
Helstu efni fundarins verða áformuð uppsetning á hlutum eldflaugavarnakerfis Bandaríkjanna í Póllandi og Tékklandi, samskipti Atlantshafsbandalagsins við Rússland og framtíð Kosovohéraðs. Meðal annarra efna á fundinum verða stærri verkefni Atlantshafsbandalagsins nánar tiltekið í Afganistan, breytingar í starfi bandalagsins, samskipti við samstarfsríki, lýðræðislegir stjórnarhættir í ríkjum við Svartahafið, verkefnasamstarf Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins og umræðan um kostnaðarskiptingu innan bandalagsins.
Ársfundurinn verður haldinn í Laugardalshöll. Vinnuaðstaða verður fyrir blaða- og fréttamenn á fundarstað. Þráðlaus nettenging verður í blaðamannaherbergi. Vegna strangrar öryggisgæslu á fundinum þurfa blaðamenn, fréttamenn, ljósmyndarar, kvikmyndatökumenn og aðrir fulltrúar fjölmiðla að skrá sig hjá:
ICELAND TRAVELCamilla TvingmarkReykjavík, IcelandTel.: +354-5854376Fax: +354-5854390 E-mail: camilla@icelandtravel.is