8.10.2007

117. þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Genf 8.-10. október 2007

117. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) fer fram í Genf dagana 8.-10. október 2007. 
Fyrir hönd Íslandsdeildar sækja fundinn Ásta Möller formaður, Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður og Þuríður Backman.
Á þinginu verður m.a. rætt um nýja nefnd um málefni Sameinuðu þjóðanna, breytingar á starfi Alþjóðaþingmannasambandsins, mansal, mannréttindi og málefni innflytjenda.