30.11.2007

Fundur þingforseta evrópskra smáríkja í San Marínó

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funduðu í San Marínó dag. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, og Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, voru fulltrúar Alþingis. Fjögur umræðuefni lágu fyrir fundinum sem öll tengdust stöðu smáríkja. Rætt var um stöðu smáríkja í Evrópusamrunanum, sérkenni minni efnahagskerfa, stöðu minni ríkja í alþjóðasamstarfi og möguleika innflytjenda í smáríkjum Evrópu.

 

Frá vinstri, Birgir Ármannson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, Claudio Felici, formaður undirbúningsnefndar þingsins í San Marínó og Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis.

Á myndinni hér að ofan má sjá, frá vinstri, Birgi Ármannson, formann allsherjarnefndar Alþingis, Claudio Felici, formann undirbúningsnefndar þingsins í San Marínó og Þuríði Backman, 2. varaforseta Alþingis.

Þessir fundir þingforseta evrópskra smáríkja eru vettvangur til að deila reynslu smáríkja í alþjóðlegu umhverfi. Þetta er í annað sinn sem skipulagðir fundir evrópskra smáríkja eru haldnir. Í fyrra var fundað í Mónakó, en á næsta ári er fyrirhugað að halda slíkan fund í Liechtenstein.