14.4.2008

Fundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg 14. til 18. apríl 2008

Annar fundur Evrópuráðsþingsins á árinu verður haldinn í Strassborg dagana 14. til 18. apríl.

Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins Ellert B. Schram, varaformaður Íslandsdeildar, Steingrímur J. Sigfússon og Birgir Ármannsson.

Helsta mál þingsins er ályktun um aðgang að öruggum og löglegum fóstureyðingum vegna andstöðu þeirra sem alfarið eru á móti fóstureyðingum. Af öðrum málum ber hæst tvo hliðarviðburði, annars vegar umræðu um stjórnmálaástandið í Kína í aðdraganda Ólympíuleikanna og í ljósi atburða í Tíbet og hins vegar umræðu um stöðu baráttumanna fyrir mannréttindum.

Gestir sem ávarpa fundinn eru m.a. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Julia Timoshenko, forsætisráðherra Úkraínu, og Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands.