28.4.2008

Fundur utanríkismálanefndar og sendinefndar Evrópuþingsins

Árlegur samráðsfundur utanríkismálanefndar og sendnefndar Evrópuþingsins fer fram 28. apríl í Reykjavík. Helstu mál fundarins eru samskipti Íslands og Evrópusambandsins (ESB), hin norðlæga vídd sem er stefna ESB gagnvart grannsvæðum í norðri, og framtíðarstefna Íslands og ESB í orkumálum.