14.5.2008

Heimsókn forseta Alþingis í sænska þingið 14. til 17. maí

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, heimsækir sænska þingið, Riksdagen í Stokkhólmi, dagana 14. til 17. maí 2008. Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með fjölda ráðamanna, meðal annars forseta sænska þingsins, ráðherra menntamála og þremur af fastanefndum sænska þingsins. Jafnframt mun forseti Alþingis eiga fund með Svíakonungi og drottningu.