23.5.2008

Vorfundur NATO-þingsins 23.-27. maí

NATO-þingið kemur saman til vorfundar í Berlín dagana 23.-27. maí. Þar verða tekin til umræðu málefni sem eru ofarlega á baugi innan Atlantshafsbandalagsins eins og yfirstandandi aðgerðir NATO í Afganistan, Kosovó og öryggismál á Balkanskaga, lýðræðisvæðing og öryggismál í Mið-Asíu, eldflaugavarnir, orkuöryggi og leiðir til að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna.

Af hálfu Íslandsdeildar NATO-þingsins sækja vorfundinn þau Ragnheiður E. Árnadóttir formaður, Ásta R. Jóhannesdóttir og Magnús Stefánsson.