4.6.2008

Fundir VES-þingsins í París 2.-5. júní

VES-þingið kemur saman til funda í París dagana 2.-5. júní 2008. Þar verða m.a. teknar til umræðu skýrslur um málefni Afganistan, hernaðaráætlanir Evrópusambandsins, öryggismál við Svartahaf og varnarmál Rússa. Af hálfu Íslandsdeildar VES-þingsins sækja fundinn þeir Ármann Kr. Ólafsson formaður, Birgir Ármannsson og Kristinn H. Gunnarsson.