20.6.2008

Sendinefnd frá sádí-arabíska ráðgjafarþinginu heimsækir Ísland í boði Alþingis 22.-25. júní 2008

Forseti sádí-arabíska ráðgjafarþingsins, dr. Saleh Abdullah bin Himeid, verður ásamt sendinefnd í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, dagana 22.-25. júní nk.

Forseti sádí-arabíska ráðgjafarþingsins mun meðan á heimsókninni stendur eiga fundi með forseta Alþingis, fulltrúum þingflokka og iðnaðarnefnd Alþingis. Hann hittir einnig forseta Íslands og iðnaðarráðherra. Sádí-arabíski þingforsetinn mun auk þess fara til Þingvalla, skoða Nesjavelli og fleiri staði á Suðurlandi. Þá mun hann heimsækja höfustöðvar Íslenskrar erfðagreiningar og kynna sér starfsemi fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar um dagskrá eru veittar hjá almannatengslum skrifstofu Alþingis í síma 563 0651.