28.6.2008

Ársfundur ÖSE-þingsins 29. júní.-3. júlí

Ársfundur þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fer fram dagana 29. júní til 3. júlí 2008 í höfuðborg Kasakstans, Astana.

Til umfjöllunar verða ályktanir málefnanefnda þingsins, m.a. um þá þróun þar sem einkarekin öryggismálafyrirtæki taka í auknum mæli að sér hefðbundin verkefni á sviði hernaðar og friðargæslu og samspil þeirrar þróunar við alþjóðamannúðarlög.

Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar ÖSE-þingsins Einar Már Sigurðarson formaður, Pétur H. Blöndal varaformaður og Valgerður Sverrisdóttir.