30.6.2008

Fundur þingmannanefndar og ráðherra EFTA 30. júní 2008

Þingmannanefnd og ráðherrar EFTA koma saman til fundar í Lugano í Sviss 30. júní. Helstu mál fundarins eru annars vegar þróun og framkvæmd EES-samningsins og hins vegar samstarf EFTA við ríki utan EES, einkum á sviði fríverslunar. Auk þess mun þingmannanefndin eiga fund með ráðgjafarnefnd EFTA.

Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA sækja fundinn þau Katrín Júlíusdóttir formaður, Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Illugi Gunnarsson og Ármann Kr. Ólafsson.