19.8.2008

Íslandsdeild Norðurlandaráðs fundar um stjórnsýsluhindranir

Íslandsdeild Norðurlandaráðs fundaði þann 18. ágúst 2008 á nefndasviði Alþingis með Ole Norrback, fulltrúa Norrænu ráðherranefndarinnar.

Á fundinum var rætt um vinnu gegn stjórnsýsluhindrunum sem torvelda flutninga og viðskipti einstaklinga og fyrirtækja yfir landamæri Norðurlanda, en Norrback leiðir starfshóp Norrænu ráðherranefndarinnar um það efni.