26.8.2008

Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 26.-28. ágúst

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sækir fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem haldinn verður í Jurmala í Lettlandi dagana 26.-28. ágúst 2008. Með forseta í för eru Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, og Jörundur Kristjánsson, alþjóðaritari á skrifstofu forseta Alþingis.