1.9.2008

Þingmannaráðstefna Eystrasaltssvæðisins 31. ágúst til 2. september

Þingmannaráðstefna Eystrasaltssvæðisins er haldin i Visby i Svíþjóð dagana 31. ágúst til 2. september 2008. Fyrir hönd Alþingis sækja ráðstefnuna Kjartan Ólafsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Helstu mál á dagskrá ráðstefnunnar eru samstarf á Eystrasaltssvæðinu, loftslagsbreytingar og orkumál.