16.9.2008

Forseti Úganda heimsækir Alþingi 17. september

Forseti Úganda, Yoweri K. Museveni, mun heimsækja Alþingi miðvikudaginn 17. september kl. 16.40. Hann mun skoða Alþingishúsið og eiga fund með fulltrúum utanríkismálanefndar. Forseti Úganda er staddur á Íslandi í boði forseta Íslands.
 

Fulltrúum fjölmiðla er velkomið að taka myndir í heimsókninni og við upphaf fundar forsetans með fulltrúum utanríkismálanefndar.