17.9.2008

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Rússlandi 17.-22. september

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, og Hallgerður Gunnarsdóttir eiginkona hans eru í opinberri heimsókn í Rússlandi 17.-22. september 2008, í boði forseta Dúmunnar. Með forseta í för eru þingmennirnir Ásta R. Jóhannesdóttir, 1. varaforseti Alþingis, Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, auk Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, og Jörundar Kristjánssonar, alþjóðaritara á skrifstofu forseta Alþingis.
 
Í heimsókninni munu forseti Alþingis og þingmenn m.a. eiga fundi með forsetum efri og neðri deildar rússneska þingsins, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands og formönnum þingnefnda, auk ýmissa fulltrúa íslenskra fyrirtækja sem starfa í Rússlandi.