17.9.2008

Utanríkisráðherra Úganda heimsækir Alþingi

Utanríkisráðherra Úganda, Sam Kutesa, heimsótti Alþingi sídegis í dag ásamt fylgdarliði og átti fund með fulltrúum utanríkismálanefndar Alþingis.
 
Utanríkisráðherrann er í fylgdarliði forseta Úganda sem er staddur á Íslandi í boði forseta Íslands.