23.9.2008

Septemberfundir Norðurlandaráðs 23. og 24. september

Septemberfundir Norðurlandaráðs eru haldnir á Grand Hótel í Reykjavík dagana 23.-24. september.

Auk funda forsætisnefndar Norðurlandaráðs og málefnanefnda þess er haldinn sameiginlegur fundur allra þingmanna 24. september kl. 10:30 um norrænan vinnumarkað á tímum hnattvæðingar, m.a. um áhrif þátttöku innflytjenda í atvinnulífinu á menntamál.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs taka þátt í septemberfundum Norðurlandaráðs Árni Páll Árnason, formaður, Helgi Hjörvar, Kjartan Ólafsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.