13.10.2008

119. þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Genf 13.-15. október

119. þing Alþjóðaþingmannasambandsins(IPU) fer fram í Genf dagana 13.-15. október 2008. Fundinn sækja alþingismennirnir Ásta Möller, formaður Íslandsdeildar og Þuríður Backman.

Helstu mál þingsins verða m.a. loftslagsbreytingar, endurnýtanleg orka, tjáningarfrelsi og réttur til upplýsinga og konur og fjölmiðlar.