28.10.2008

Norðurlandaráðsþing í Helsinki 27. til 29. október

60. þing Norðurlandaráðs er haldið í Helsinki dagana 27. til 29. október 2008.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja þingið Árni Páll Árnason, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Helgi Hjörvar, Kjartan Ólafsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.

Meðal helstu mála til umræðu á þinginu er hin alþjóðlega fjármálakreppa.