3.11.2008

Fundir þingmannanefnda EFTA og EES 3.-4. nóvember

Þingmannanefndir EFTA og EES halda fundi í Brussel 3.-4. nóvember 2008. Á fundunum verður m.a. fjallað um yfirstandandi fjármálakreppu, framtíðarhorfur EES-samstarfsins, þróunarsjóð EFTA og áætlanir Evrópusambandsins á sviði menntunar og rannsókna.

Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA sækja fundina þau Katrín Júlíusdóttir formaður, Bjarni Benediktsson, Árni Þór Sigurðsson, Illugi Gunnarsson og Ármann Kr. Ólafsson.