25.11.2008

Fundur þingmannanefndar og ráðherra EFTA 25. nóvember 2008

Þingmannanefnd og ráðherrar EFTA koma saman til fundar í Genf 25. nóvember. Helstu mál fundarins eru annars vegar þróun og framkvæmd EES-samningsins og hins vegar samstarf EFTA við ríki utan EES á sviði fríverslunar.

Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA sækja fundinn þau Katrín Júlíusdóttir formaður og Árni Þór Sigurðsson.