30.11.2008

Fundur formanna utanríkismálanefnda Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna

Formenn utanríkismálanefnda Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna halda fund í Reykjavík dagana 30. nóvember1. desember. Á fundinum verður m.a. rætt um alþjóðlegu fjármálakreppuna bæði heildstætt og út frá sjónarhóli Íslands, samskipti ríkjanna við Rússland og stöðu mála í Bandaríkjunum eftir forsetakosningarnar í nóvember. Jafnframt verður Hellisheiðarvirkjun skoðuð og rætt um orkumál á Norðurslóðum.