26.1.2009

Fundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg 26.−30. janúar

Fyrsti fundur Evrópuráðsþingsins á árinu verður haldinn í Strassborg dagana 26.−30. janúar 2009.

Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins þau Guðfinna S. Bjarnadóttir formaður og Ellert B. Schram varaformaður.

Það sem ber hæst á þinginu er umræða um afleiðingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar og átökin milli Georgíu og Rússlands. Auk þess verður ástandið á Gasasvæðinu tekið til umræðu, samvinna við Alþjóðasakamáladómstólinn og verktakavæðing á sviði hernaðar frá ríkinu yfir til einkafyrirtækja auk annarra mála.