27.1.2009

Janúarfundir Norðurlandaráðs í Reykjavík 27.-28. janúar

Janúarfundir Norðurlandaráðs eru haldnir 27.-28. janúar á Radisson SAS Hotel Saga í Reykjavík.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja fundina Árni Páll Árnason, formaður, Helgi Hjörvar, Kjartan Ólafsson, varaformaður, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.