27.5.2009

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál í Ilulissat 27. og 28. maí

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál er haldinn í Ilulissat, Grænlandi 27. og 28. maí 2009. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Íslandsdeildar er fulltrúi Alþingis á fundinum.

Á fundinum verður m.a. rætt um loftslagsbreytingar, skipulagningu ráðstefnu þingmannanefndarinnar sem haldin verður í Brussel 2010 og heilbrigðismál frumbyggja á norðurskautssvæðinu, með áherslu á Grænland.