1.6.2009

Heimsókn Dalai Lama í Alþingishúsið

Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta og friðarverðlaunahafi Nóbels, heimsækir Alþingi, þriðjudaginn 2. júní kl. 13.30. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, tekur á móti Dalai Lama og mun eiga með honum fund ásamt þingmönnum í utanríkismálanefnd.
 
Fjölmiðlum er gefinn kostur á myndatöku við upphaf heimsóknar.