19.6.2009

Sjálfstjórn á Grænlandi

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, sækir hátíðarhöld í tilefni sjálfstjórnar á Grænlandi sem forseti grænlenska þingsins og formaður heimastjórnarinnar bjóða til á þjóðhátíðardag Grænlendinga sunnudaginn 21. júní 2009 í Nuuk.