22.6.2009

Fundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg 22. til 26. júní

Þriðji fundur Evrópuráðsþingsins á árinu verður haldinn í Strassborg dagana 22.-26. júní 2009.

Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins þau Lilja Mósesdóttir formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir varaformaður og Birkir Jón Jónsson.

Það sem hæst ber á dagskrá fundarins er kosning framkvæmdastjóra Evrópuráðsins og afhending mannréttindaverðlauna Evrópuráðsþingsins.