25.6.2009

Forseti Alþingis sækir hátíðarhöld í Búdapest

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, sækir hátíðarhöld í Búdapest 27. júní nk. í minningu þess að 20 ár eru liðin frá falli járntjaldsins. Forseti Ungverjalands, forsætisráðherra og forseti þings bjóða sameiginlega til þessa viðburðar.
 
Forseti Alþingis mun við þetta tækifæri eiga fund með Szili Katalin, forseta ungverska þingsins. Jafnframt eru fyrirhugaðir fundir með öðrum þingforsetum sem sækja hátíðarhöldin. Með forseta Alþingis í för er Jörundur Kristjánsson, alþjóðaritari.