29.6.2009

Ársfundur ÖSE-þingsins 29. júní til 3. júlí

Ársfundur þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fer fram dagana 29. júní til 3. júlí 2009 í Vilníus, höfuðborg Litháens.

Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar ÖSE-þingsins þeir Róbert Marshall formaður og Pétur H. Blöndal.

Til umfjöllunar verða ályktanir málefnanefnda þingsins sem lúta að alþjóðlegu fjármálakreppunni og fæðuöryggi í heiminum auk annarra mála.