29.7.2009

Ráðherra Evrópumála heimsækir Alþingi

Ráðherra Evrópumála í utanríkisráðuneyti Frakklands, Pierre Lellouche, heimsótti Alþingi að morgni 29. júlí, ásamt sendinefnd, og átti fund með starfshópi utanríkismálanefndar um Evrópumál. Meginefni fundarins var aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.