31.8.2009

Forseti þjóðþings Litháens afhenti forseta Alþingis skjal um stuðning við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Á fundi forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Ósló, 25. ágúst 2009, afhenti Arūnas Valinskas, forseti þjóðþings Litháens, Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, frumskjal þingsályktunar litháíska þingsins, sem samþykkt var 23. júlí, þar sem skorað er á þjóðþing og ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna að styðja aðildarumsókn Íslands.