24.9.2009

Forseti Norðurlandaráðs heimsækir Alþingi

Sinikka Bohlin, forseti Norðurlandaráðs, heimsótti Alþingi 21. september 2009. Átti hún fund með Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, auk þess að funda með Íslandsdeild Norðurlandaráðs, en Ísland mun fara með formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári.