29.9.2009

Septemberfundir Norðurlandaráðs

Septemberfundir Norðurlandaráðs eru haldnir á Álandseyjum dagana 29.-30. september.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja fundina Helgi Hjörvar formaður, Álfheiður Ingadóttir varaformaður, Ásmundur Einar Daðason, Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Siv Friðleifsdóttir.

Helstu umræðuefni fundanna eru eftirfylgni Stoltenberg-skýrslunnar, fjárlög norræns samstarfs 2010, skimun græn- og hvítbóka ESB og undirbúningur Norðurlandaráðsþings í Stokkhólmi 27.-29. október.