7.10.2009

Ráðgjafanefnd EFTA heimsækir Alþingi

Ráðgjafanefnd EFTA, sem skipuð er fulltrúum aðila vinnumarkaðarins í EFTA-ríkjunum fjórum, Íslandi, Noregi, Liechtenstein og Sviss, heimsótti Alþingi 7. október. Ráðgjafanefndin átti fund með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, sem kynnti þeim aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.